Tanzmesse er stærsta messa fyrir samtímadans Evrópu og frábær viðburður fyrir tengslamyndun og kynningu á listamönnum, hópum og verkum. Tanzmesse er haldin annað hvert ár í Dusseldorf í Þýskalandi. Næsta Tanzmesse fer fram dagana 28. ágúst - 31. ágúst.
Sviðslistamiðstöð Íslands verður með kynningarbás nr. 56 undir nafninu Dance from Iceland þar sem miðstöðin mun kynna úrval íslenskra dansverka fyrir gestum hátíðarinnar.
Tanzmesse laðar til sín fjölda erlendra gesta og veitir frábært tækifæri fyrir danshöfunda og framleiðendur til að kynna dansverk sín fyrir erlendum prómóterum, umboðsmönnum og hátíðarstjórnendum. Þátttakendum gefst jafnframt tækifæri til að kynnast öðrum dönsurum og danshöfundum frá öllum heimshornum.
Sviðslistamiðstöð Íslands býður fimm danshöfundum eða framleiðendum dansverka, sem eru búsettir á Íslandi, 100.000 króna styrk til þátttöku á hátíðinni. Umsækjendur sjá sjálfir um að bóka og greiða fyrir ferðir og gistingu. Sviðslistamiðstöðin greiðir einnig fyrir aðgang að Tanzmesse, sem veitir aðgang að öllum viðburðum, fyrirlestrum og sýningum á hátíðinni.
Við hvetjum áhugasama til að sækja um áður en umsóknarfrestur rennur út þann 21. maí klukkan 17:00. Sótt er um í Google umsóknarformi HÉR.
Nánari upplýsingar um Tanzmesse og hátíðina er að finna á https://www.tanzmesse.com/en/.