Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
2.20.25

Íslensk leikskáld kynnt í sendiráðum Íslands í Osló, Helsinki og Berlín

Sviðslistamiðstöð Íslands stendur fyrir nýju verkefni í samstarfi við sendiráð Íslands í Osló, Helsinki og Berlín og Íslandsstofu, þar sem íslensk leikskáld fá tækifæri til að kynna verk sín á alþjóðavettvangi. Markmið verkefnisins er að auka sýnileika íslenskrar leikritunar, efla tengsl við erlent leikhúsfólk og skapa tækifæri til sviðsetninga íslenskra leikrita erlendis.

Í samstarfi við Félag leikskálda og handritshöfunda og Rithöfundasamband Íslands voru leikskáldin Hrafnhildur Hagalín og Tyrfingur Tyrfingsson valin til þátttöku í verkefninu. Þau munu kynna verk sín á viðburðum í sendiráðunum, þar sem flutt verða brot úr leikritum þeirra af leikurum frá viðkomandi löndum. Að leiklestri loknum verður samtal við leikskáldin þar sem þau ræða verk sín, innblástur og starfsaðferðir.

Að loknum viðburðinum verður móttaka þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast leikskáldunum betur og fræðast um íslenska leikritun. Jafnframt verður tækifærið nýtt til að vekja athygli á öðrum starfandi leikskáldum frá Íslandi og þeirri fjölbreyttu leikhússtarfsemi sem hér á sér stað.

Hrafnhildur Hagalín

Hrafnhildur Hagalín er eitt af reyndustu leikskáldum Íslands og hefur einnig starfað sem þýðandi og dramatúrg. Hún lærði gítarleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði framhaldsnám á Spáni áður en hún lagði stund á frönsku og leikhúsfræði við Sorbonne-háskóla í París.

Hrafnhildur vakti fyrst athygli með leikritinu Ég er meistarinn (1990) og hefur síðan skrifað fjölda verka, þar á meðal Hægan, Elektra (2000), Norður (2004), Sek (2013) og Flóð (2016). Hún hefur einnig sent frá sér útvarpsleikritin Einfarar og Opið hús, unnið að leikgerðum og staðið fyrir fjölda þýðinga. Árið 2022 gaf hún út ljóðabókina Skepna í eigin skinni.

Verk hennar hafa hlotið fjölda viðurkenninga, þar á meðal Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Menningarverðlaun DV, Grímuverðlaunin og Rithöfundaverðlaun RÚV. Hún starfaði sem listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu (2014–2020) og í Þjóðleikhúsinu (2020–2023), þar sem hún var jafnframt staðgengill leikhússtjóra.

Nýjasta leikrit hennar, Heim, var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 7. febrúar 2025.

Tyrfingur Tyrfingsson

Tyrfingur Tyrfingsson (1987) hefur fengist við leikritun frá unga aldri og samið bæði fyrir Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið í Reykjavík. Verk hans hafa verið sviðsett í Stefan Żeromski leikhúsinu í Póllandi, hjá KOM teatteri í Helsinki og nú á vordögum í Théâtre de QuatʼSous í Montréal í Kanada. Haustið 2025 verður verk hans sett upp hjá Rakastajat teatteri í Finnlandi og víðar.

Leikrit Tyrfings hafa verið sýnd á fjölda leiklistarhátíða í Evrópu, þar á meðal á Leiklistarhátíðinni í Avignon, La Mousson D‘été og Festival Regards Croisés hjá Troisième Bureau í Frakklandi. Árið 2021 valdi Bureau des Lecteurs hjá la Comédie-Française, Þjóðleikhúsi Frakka, leikrit hans Helgi Þór rofnar á leslista sinn. Vorið 2024 útnefndi alþjóðleg nefnd á vegum Theater Info í Helsinki Lúnu eitt af fimmtán áhugaverðustu leikritum samtímans, en næsta útgáfa af Playwrighting with Purpose, sem gefin er út af Routledge, fjallar sérstaklega um sama verk.

Leikrit Tyrfings hafa verið þýdd á frönsku, þýsku, hollensku, finnsku, pólsku, ensku og ítölsku og komið út á bók víða um heim. Hann hefur þrívegis hreppt Grímuverðlaunin fyrir leikrit sín og er búsettur í Amsterdam.

Fyrsti viðburður verkefnisins fer fram í Berlín þann 14. maí 2024, en viðburðir í Osló og Helsinki verða haldnir næsta vetur.

Með þessu verkefni er lögð áhersla á að nýta íslensk sendiráð sem vettvang fyrir kynningu á íslenskri leikritun og að efla tengsl milli íslenskra leikskálda og erlendra samstarfsaðila. Með kynningum á erlendum vettvangi skapast ný tækifæri fyrir sviðsetningar og samstarf, sem stuðlar að auknum sýnileika íslenskrar leikritunar á heimsvísu.