Sviðslistamiðstöð Íslands tók til starfa árið 2022 og er stofnuð af öllum helstu hagaðilum innan sviðslista á Íslandi. Miðstöðin er rekinn með stuðningi frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Sviðslistamiðstöð Íslands gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan.
Tilgangi sínum hyggst miðstöðin ná með öflugu kynningarstarfi og sértækum átaksverkefnum sem hvetja til alþjóðlegra tengsla meðal sviðslistafólks og -stofnana á Íslandi. Þá veitir Sviðslistamiðstöð upplýsingar, sinnir fræðslu og annast námskeiðahald.
Aðalstjórn
Varastjórn
Fagráð er skipað þremur fulltrúum og þremur til vara. Hlutverk þess er að taka ákvarðanir um veitingu ferðastyrkja sem og annarra styrkja sem miðstöðin hefur til úthlutunar og er ráðgefandi um meiriháttar alþjóðleg samstarfsverkefni sem skapast á sviði sviðslista.
Skipan fagráðs skv. tilnefningu SAFAS, samráðsvettvangi fagfélaga í sviðslistum - 1. Apríl 2024 - 31. Mars 2026.
Aðalfulltrúar
Varafulltrúar
Hér má sækja merki Sviðslistamiðstöðvar til að birta í tengslum við styrkt verkefni.
Sækja merki