Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Út er komin Dansstefna 22/32 sem er unnin að frumkvæði Félags íslenskra listdansara, með fullri þátttöku danssamfélagsins. Þar skilgreina danslistamenn brýnustu málefnin og þau úrlausnarefni sem mest eru aðkallandi.
Stefnan byggir á þeim þáttum dansins sem nú þegar hafa sprottið upp og gefið hafa góða raun. Henni er ætlað að treysta þá þætti sem á því þurfa að halda auk þess að skapa grundvöll fyrir nýja möguleika að spretta upp úr grasrótinni. Umfram allt miðar stefnan að því að auka gæði og faglega þróun listdansins.