Nú er hægt að horfa á ráðstefnuna Leiðir til jafnræðis í listum, sem fór fram laugardaginn 16. nóvember 2024 í Norðurlandahúsinu, á YouTube-rás Sviðslistamiðstöðvar Íslands.
Viðburðurinn, sem var hluti af dagskrá Reykjavík Dance Festival 2024, beindist að jafnrétti, fjölbreytileika og aðgengi í listum. Meðal dagskrárliða voru:
• Aðalfyrirlestur: Abid Hussain, forstöðumaður jafnréttismála hjá Arts Council England.
• Pallborðsumræður: Með þátttakendum á borð við Julian Owusu, Dr. Kristínu Loftsdóttur og Miriam Petra Ómarsdóttur Awad.
• Kynnar: Sonya Lindfors og Julian Owusu, sem stýrðu dagskránni með áherslu á samfélagsmiðaða nálgun í listum.
Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Norðurlandahúsið og er hluti af norræna samstarfsverkefninu BRIDGES, sem er styrkt af Kultur Kontakt Nord.
Fylgstu með og horfðu á upptökuna hér: https://youtu.be/qvjoUom5ock