Sviðslistamiðstöð Íslands óskar eftir umsóknum um þátttöku í kynningu á sviðslistahópum og verkefnum á Reykjavík Dance Festival (pitch session).
Kynningin verður haldin föstudaginn 15. nóvember kl. 13.00 í Tjarnarbíó í tengslum við Reykjavík Dance Festival. Þar gefst sviðslistafólki tækifæri til að kynna sig og verk sín fyrir erlendum stjórnendum sýningastaða og hátíða. Markmiðið er að gefa þessum erlendu gestum yfirsýn yfir það sviðslistafólk sem starfar á Íslandi og vekja áhuga á verkum þeirra.
Stjórnendur Reykjavík Dance Festival og Sviðslistamiðstöðvar munu fara yfir allar umsóknir og velja hópa eða listamenn til þátttöku.
Kallað er eftir tillögum úr öllum flokkum sviðslistanna.
Umsækjendur fá 7 mínútur til að kynna sig og verk sín.
Umsóknarfrestur er til kl 16.00, 28. október. (framlengdur tími)
Sendu tölvupóst á svidslistamidstod@svidslistamidstod.is fyrir nánari upplýsingar