Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands hefur lokið úthlutun ferðastyrkja 13. júní 2022. Umsóknir bárust frá 23 hópum sem sóttu um ferðastyrki fyrir 86 einstaklinga, samtals að upphæð 6.700.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 2.300.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands. Þeir aðilar sem ekki hlutu ferðastyrk í þessari lotu og hyggja á sýningarferðir eftir 1. október, eru hvattir til að sækja aftur um í september.
Ferðastyrkir SLM í júní 2022:
Leikhópurinn 10 fingur – 500.000, vegna sýningarferðar með Lífið á alþjóðlegu leiklistarhátíðina Ricca ricca*festa í Okinawa í Japan í júlí 2022.
Shalala – 300.000, vegna sýningarferðar með The Juliet Duet til Leipzig í Þýskalandi í september 2022.
Unglingurinn í Reykjavík – 600.000, vegna sýningarferðar með Teenage Songbook of Love and Sex á alþjóðlegu listáhátíðina 4+4 Days in Motion í Prag, Tékklandi í október 2022.
Menningarfélagið Selur – 450.000, vegna sýningarferðar með Þoku til Norðurlandahússins í Þórshöfn og fleiri sýningarstaða í Færeyjum í september 2022.
Ólínuleg – 225.000, vegna sýningarferðar með Plöntutíð til Mustarinda í Finnlandi í ágúst 2022.
Pétur Ármannsson – 225.000, vegna sýningarferðar með Baby Rave á Festspillene í Nord-Norge í Harstad, Noregi í júní/júlí 2022.