Sviðslistamiðstöð Íslands kynnir með stolti nýja sjónvarpsþáttaröð, Sviðið, sem fer í loftið á RÚV miðvikudaginn 8. janúar kl. 20:05. Þættirnir verða á dagskrá næstu fjögur miðvikudagskvöld og bjóða upp á fjölbreytta sýn á sviðslistir á Íslandi.
Þáttaröðin er framleidd í samstarfi við 101 Productions með styrk úr Barnamenningarsjóði og stuðningi RÚV. Þættirnir miða að því að vekja áhuga ungs fólks á sviðslistum og kynna fjölbreytta möguleika listgreinarinnar á lifandi og aðgengilegan hátt.
Eftir sýningu á RÚV verða þættirnir gerðir aðgengilegir á vef Sviðslistamiðstöðvar og á Listveitunni á vef List fyrir alla.
Við hvetjum öll til að fylgjast með á RÚV og njóta þessarar fjölbreyttu og skapandi nálgunar á sviðslistir.
Fylgist með Sviðinu og uppgötvið kraft og fjölbreytileika sviðslista á Íslandi!