Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands lauk úthlutun ferðastyrkja 12. febrúar 2024 sem auglýstir voru til umsóknar 4. janúar. Alls bárust frá 14 umsóknir um ferðastyrki fyrir 48 einstaklinga, samtals að upphæð 3.850.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 2.475.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands.
Í fagráði fyrir þessa umsóknarlotu voru Friðþjófur Þorsteinsson, Ólafur Kjartan Sigurðsson og Rebekka A. Ingimundardóttir. Friðrik Friðriksson stýrði fundum fagráðs fyrir hönd Sviðslistamiðstöðvar.
Þau verkefni sem fagráð hefur valið til úthlutunar að þessu sinni eru:
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir - 375.000 kr. til að fara með danssýninguna “When the bleeding stops” á hátíðir í Ljubljana og Budapest í október 2024
Erna Ómarsdóttir og Shalala - 225.000 kr. til að fara með danssýninguna “IBM a user's manual” á hátíð á Ítalíu í júlí 2024.
Leikhópurinn Spindrift - 300.000 kr. til að fara með leiksýninguna “Them” til Kína í júní 2024
Hringleikur sirkuslistafélag - 600.000 kr. til að fara með sikussýninguna “Sæskrímslin” á Festspillerne í Norður Noregi í júní 2024.
Margrét Erla Maack - 300.000 kr til að fara með burlesque sýningu á sýningarferðalag til Svíþjóðar, Finnlands og Danmörku í febrúar 2024.
Ásrún Magnúsdóttir - 600.000 kr til að fara með sýninguna “The teenage songbook of love and sex” til Þýskalands í júní 2024.
Greta Clough - 75.000 kr. til að kynna verk á Bibu hátíðinni í Svíþjóð í maí 2024.
Samtals er úthlutað 2.475.000 krónum til 7 sviðslistahópa fyrir 32 einstaklinga vegna sýningarferða á árinu.