Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands hefur lokið úthlutun ferðastyrkja 10. febrúar 2023 sem auglýstir voru til umsóknar 5. janúar. Alls bárust frá 16 umsóknir um ferðastyrki fyrir 49 einstaklinga, samtals að upphæð 3.825.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 1.500.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands. Þeir aðilar sem ekki hlutu ferðastyrk í þessari lotu og hyggja á sýningarferðir eru hvattir til að sækja aftur um í maí. Í fagráði fyrir þessa umsóknarlotu voru Friðþjófur Þorsteinsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Rebekka Ingimundardóttir. Ásgerður G.Gunnarsdóttir stýrði fundum fagráðs fyrir hönd Sviðslistamiðstöðvar.
Úthlutun ferðastyrkja Sviðslistamiðstöðvar 10.febrúar 2023.
Bí bí og blaka -150.000 kr, vegna sýningarferðar Tower of Babel til Porsgrunn í Noregi í júní.
Hringleikur – 300.000, vegna sýningarferðar Allra veðra von á sviðslistahátíðina Oerol í Hollandi í júní.
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir – 525.000, vegna sýningarferðar When the Bleeding Stops á Aeorowaves hátíðina í Dublin, Írlandií apríl.
Stertabenda – 225.000 kr, vegna sýningarferðar með Góða daginn, Faggi á Edinburgh Fringe Festival í ágúst.
Post Performance Blues Band– 225.000 kr, vegna tónleikagjörnings á Glasgow film festival í mars.
Anna Kolfinna Kuran –75.000 kr, vegna þátttöku í samnorrænum pallborðsumræðum um jafnrétti kynjanna í sviðslistum í Brussel í mars.