Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Sviðslistasjóði og Listamannalaun. Umsóknarfrestur er til kl. 15.00, 3. október 2022.
Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings sviðslistasjóði með það að markmiði að efla sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði. Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnusviðslistahópa. Umsókn í sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna ef tilgreint í umsóknarformi.
Hægt er að sækja um á vef Rannís - www.rannis.is/sjodir/menning-listir/svidslistasjodur/
Sú breyting hefur verið gerð á umsóknarkerfinu að ekki er lengur þörf á að láta fjárhagsáætlun fylgja í sér skjali heldur er hún innifalin í umsóknarkerfinu.
Við mælum með að umsækjendur kynni sér vel umsóknarkerfið í nýju kennslumyndbandi frá Rannís.
Mynd úr dansverkinu ROF eftir Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sem hlaut styrk úr Sviðslistasjóði árið 2021. Mynd Saga Sigurðardóttir.