Sviðslistamiðstöð Íslands, Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og Listahátíð í Reykjavík bjóða til tveggja daga námskeiðs um afslappað sýningarhald fyrir skynsegin (neurodivergent) áhorfendur.
Á undanförnum árum hefur “afslappað sýningarhald” (relaxed performances) verið þróað sem leið til að tryggja að sviðslistir verði aðgengilegar breiðum og fjölbreyttum áhorfendahópi, þar á meðal einstaklingum með taugamargbreytileika (líka skynsegin, taugsegin) (neurodivergent).
Markmið námskeiðs okkar er að auka skilning og færni framleiðenda sviðsverka og sýningarstaða til að aðlaga sýningarstaði og sviðsverk að ólíkum áhorfendum. Með “afslöppuðu sýningarhaldi” er hugað að öllum tengipunktum skynsegin einstaklinga við sviðslistasýningar, allt frá upplýsingagjöf og móttöku, til innihalds og sviðsetningar. Námskeiðið fer fram á ensku og er ætlað fagfólki í sviðslistum.
Við höfum fengið til liðs við okkur ráðgjafann Zoe Halliday til að leiða vinnustofuna. Sjálf er Zoe skynsegin sviðslistakona frá Skotlandi og stofnaði fyrirtækið RAP: Relaxed Accessible Performance sem sérhæfir sig í ráðgjöf, kennslu og þjálfun í afslöppuðu sýningarhaldi. Zoe starfar auk þess sem aðgengisstjóri fyrir CCA í Glasgow.
Á undanförnum misserum hefur verið ákall um meiri inngidingu, fjölbreytni og aðgengi í leikhúsum landsins. Það er von okkar að með námskeiðinu verði stigið eitt skref til að gera sviðslistir að aðgengilegri og skemmtilegri upplifun fyrir alla.
Fimmtudaginn 14. mars og Föstudaginn 15. mars
Þjóðleikhúskjallarinn
09:00 - 12:15 Neurodiversity: Myths, Lies, and Legends
13:00 - 14:00 Unpick session. Informal time for questions/focused discussion.
09:00 - 12:15 Relaxed Performances: What, Why, and Who?
13:00 - 14:30 Drop-in session for those looking to implement Relaxed Performance/have individual concerns/questions.
Markmiðið er að efla aðgengi og fjölbreytni í leikhúsum, með áherslu á hagnýtar aðferðir til að taka á móti öllum áhorfendum.