Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands hefur úthlutað ferðastyrkjum fyrir janúar 2025. Markmið ferðastyrkjanna er að styðja sviðslistafólk við að kynna og sýna verk sín á nýjum vettvangi, efla tengslanet og skapa frekari tækifæri fyrir íslenskar sviðslistir.
Að þessu sinni hlutu 7 verkefni styrk, og samtals var úthlutað 1.325.000 krónum. Verkefnin fara með sýningar og kynningar á Íslandi, í Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.
📌 Lovísa Ósk Gunnarsdóttir – When the Bleeding Stops á Nordic Arts Festival í Norðurlandahúsinu í Færeyjum (375.000 kr.).
📌 Anna Kolfinna Kuran – Yfirtaka á Suialaa Arts Festival í Nuuk, Grænlandi (75.000 kr.).
📌 Matthías Tryggvi Gunnarsson – Ferð til Danmerkur til að fylgja eftir frumsýningu leikritsins Fristed (Griðarstaður) í Holbæk og kynna önnur verk fyrir leikhúsum í Danmörku (75.000 kr.).
Í fyrsta sinn voru veittir sérstakir ferðastyrkir til sýningarferða innanlands, og vonum við að þetta skref stuðli að betri dreifingu sviðslista um landið og skapi fleiri tækifæri fyrir listafólk og áhorfendur.
📌 Sviðslistahópurinn Alltaf í boltanum – Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar í Samkomuhúsinu á Akureyri (300.000 kr.).
📌 Leikhópurinn Lotta – Hrói Höttur á ferð um landið sumarið 2025 (250.000 kr.).
📌 Komedíuleikhúsið – Ariasman í Tjarnarbíó í febrúar 2025 (150.000 kr.).
📌 Aude Busson – Manndýr á Barnamenningarhátíð á Akureyri í apríl 2025 (100.000 kr.).
Sviðslistamiðstöðin óskar styrkþegum til hamingju og hlakkar til að fylgjast með framvindu verkefnanna!
📅 Næsti umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki verður í maí 2025.
👉 Nánari upplýsingar um ferðastyrki og umsóknarskilyrði má finna á upplýsingasíðu um ferðastyrki á heimasíðu okkar