Sviðslistamiðstöð býður sviðslistafólki, framleiðendum og stjórnendum sem vilja kynna verk sín á alþjóðlegum vettvangi á námskeið í alþjóðlegri dreifingu sviðslista sem haldið verður 2. - 4. apríl.
Námskeiðsefni:
• Kynning á mismunandi alþjóðlegum mörkuðum
• Hvernig á að meta hvar verk passar inn
• Bestu leiðirnar til að nálgast þessa markaði
• Ráðleggingar og æfingar um hvernig á að byggja upp sjálfbært tengslanet og takast á við vandamál sem fylgja alþjóðlegu sýningarhaldi.
• Lærðu hvernig á að uppgötva og nýta þín einstöku styrkleika þegar þú ræðir um verk þitt
Hvar og hvenær:
Námskeiðið fer fram frá miðvikudeginum 2. apríl til föstudagsins 4. apríl, frá kl. 10:00 til 15:00, með klukkutíma matarhléi. Námskeiðið er haldið í samkomusal Sviðslistamiðstöðvar, Austurstræti 5.
Skráning:
Skráning fer fram í gegnum vefform, sem er aðgengilegt 👉 HÉR. Umsóknarfrestur er til 19. mars og skráningargjald er 9.500 kr.
Um Wolfgang Hoffmann:
Wolfgang Hoffmann er meðstofnandi fabrik Potsdam, fyrrverandi stjórnandi Dublin Fringe Festival og er nú eigandi og stjórnandi umboðsskrifstofunnar Aurora Nova. Hann kemur með ómetanlega reynslu og árangursríkar aðferðir til að takast á við áskoranir við alþjóðlega markaðssetningu sviðslistanna.