Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
2.2.22

Friðrik ráðinn framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands

Sviðslistamiðstöð Íslands hef­ur ráðið Friðrik Friðriks­son í starf fram­kvæmda­stjóra. Hann hef­ur störf 1. fe­brú­ar 2022.

Sviðslistamiðstöð Íslands, sem var form­lega stofnuð um mitt ár 2021, gegn­ir því hlut­verki að styðja ís­lensk­ar sviðslist­ir og auka sýni­leika þeirra og hróður inn­an lands sem utan, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu.

Til­gangi sín­um hyggst miðstöðin ná með öfl­ugu kynn­ing­ar­starfi og sér­tæk­um átaks­verk­efn­um sem hvetja til alþjóðlegra tengsla sviðslista­fólks og sviðslista­stofn­ana á Íslandi.

Friðrik Friðriks­son braut­skráðist frá Leik­list­ar­skóla Íslands árið 1998. Hann var fa­stráðinn leik­ari við Þjóðleik­húsið um ára­bil og fékkst auk þess jöfn­um hönd­um við leik­stjórn og sjón­varps­leik. Árið 2014 söðlaði hann um, hóf nám við Há­skól­ann í Reykja­vík og lauk þaðan MBA-prófi árið 2016. Friðrik hef­ur síðastliðin ár verið fram­kvæmda­stjóri Tjarn­ar­bíós.

Friðrik gegn­ir hlut­verki rit­ara í stjórn Evr­ópu­sam­taka sjálf­stæðra sviðslista – Europe­an Associati­on of In­depend­ent Per­form­ing Arts. Hann var meðstjórn­andi í stjórn Ice Hot Nordic Dance á ár­un­um 2017-2019. Í störf­um sín­um fyr­ir Tjarn­ar­bíó hef­ur Friðrik komið sér upp víðtæku alþjóðlegu tengslaneti sem mun nýt­ast hon­um í hlut­verki fram­kvæmda­stjóra Sviðslistamiðstöðvar Íslands.

Friðrik mun ábyrgj­ast dag­leg­an rekst­ur Sviðslistamiðstöðvar Íslands, leiða upp­bygg­ingu henn­ar og móta framtíðar­sýn miðstöðvar­inn­ar í sam­ráði við stjórn.