Hvað er evrópskt samstarfsverkefni?
Creative Europe samstarfsverkefni byggja á samvinnu nokkurra evrópskra aðila frá minnst 3 löndum sem takast á við aðkallandi verkefni eða úrlausnir á lista og menningarsviði, þvert á landamæri. Umhverfis- og jafnréttismál skulu vera samfléttuð verkefnum.
Verkefnin eiga að miða að:
Verkefnin feli í sér:
Þrjár verkefnastærðir
Smærri verkefni 80% framlag
Minnst 3 landa samstarf. ESB framlag er 80% og hægt að sækja um allt að 200.000€
Miðlungs verkefni 70% framlag
Minnst 5 landa samstarf. ESB framlag er 70% og hægt er að sækja um allt að 1.000.000€
Stór verkefni 60% framlag
Minnst 10 landa samstarf. ESB framlag er 60% og hægt er að sækja um allt að 2.000.000€
Hverjir geta sótt um?
Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og / eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.
Hvernig eru verkefnisumsóknir metnar:
Gildistími verkefna í öllum flokkum er allt að 48 mánuðir.
Umsóknarfrestur er 23. febrúar 2023 kl 17:00 Brussel tími.
Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi og hefur umsjón með kynningu á áætluninni og veitir umsækjendum upplýsingar og aðstoð.