Brynja Björnsdóttir leikmynda- og búningahöfundur hefur verið valin af Félagi leikmynda- og búningahöfunda sem fulltrúi Íslands á Prague Quadrennial 2023. PQ er alþjóðlegur fjóræringur tileinkaður sviðshönnun og fer fram dagana 8. - 18. júní í Prag. Brynja vinnur nú að hönnun sýningarinnar með góðum stuðningi frá FLB en dansarinn og danshöfundurinn Sigga Soffía mun verða hluti af uppsetningunni. Árið 2019 sóttu alls um 70 þúsund gestir hátíðina og um 8.000 fagaðilar frá 106 löndum en þá var Eva Signý Berger fulltrúi Íslands.
FULLTRÚAR ÍSLANDS Á PQ
Sigurjón Johannesson
1991 Hlín Gunnarsdóttir
1995 Grétar Reynisson
1999 Finnur Arnarsson og Þórunn María Jóns
2003 Samsýning
2007 Grétar Reynisson
2011 Rebekka A. Ingimundardóttir
2015 Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir
2019 Eva Signý Berger
2023 Brynja Björnsdóttir