Við viljum vekja athygli á að nú er opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð og Listamannalaun fyrir árið 2025!
Sviðslistasjóður
Sviðslistaráð auglýsir eftir styrkumsóknum atvinnusviðslistahópa í Sviðslistasjóð. Umsóknarfrestur er til 1. október 2024 kl. 15:00.
Hlutverk sviðslistasjóðs er að efla íslenskar sviðslistir og standa straum af öðrum verkefnum sem falla undir hlutverk og starfsemi á sviði sviðslista með úthlutun fjár úr sjóðnum til atvinnuhópa
Helstu breytingar:
• Styrkir skulu nýttir innan 30 mánaða (áður 18 mánuðir).
• Nýr matskvarði: Gildi og mikilvægi verkefnis 50%, framkvæmd 25%, sviðslistahópur 25%.
Ef umsækjandi hefur áður hlotið styrk, verður ný umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu eða lokaskýrslu hefur verið skilað. Í umsókn er einnig hægt að sækja um listamannalaun fyrir meðlimi atvinnusviðslistahópsins.
Nánari upplýsingar og umsóknarform má finna á síðu Sviðslistasjóðs hjá Rannís.
Listamannalaun
Listamannalaun eru veitt sjálfstætt starfandi listamönnum í fjölbreyttum listgreinum, þar með talið myndlist, tónlist, bókmenntir og kvikmyndagerð. Umsóknarfrestur er einnig til 1. október 2024 kl. 15:00.
Upplýsingar og leiðbeiningar má finna á Listamannalaunasíðu Rannís.
Fyrirspurnir:
• Sviðslistasjóður: svidslistasjodur@rannis.is
• Listamannalaun: listamannalaun@rannis.is
Einnig er hægt að hringja í síma 515 5839 / 515 5838 fyrir frekari upplýsingar.