Sviðslistamiðstöð Íslands óskar eftir umsóknum frá sviðslistafólki á Íslandi til að taka þátt á CINARS 2024 í Montreal, Kanada, dagana 11. - 16. nóvember.
CINARS er einn stærsti sviðslistamarkaður heims, haldinn á tveggja ára fresti, og er mikilvægur vettvangur fyrir sviðslistafólk, framleiðendur, kaupendur og skipuleggjendur til að tengjast og vinna saman. Sviðslistamiðstöð Íslands er í samstarfi við norrænar kynningarmiðstöðvar undir merkjum Nordics Combined.
Við veljum þrjá þátttakendur úr innsendum umsóknum sem fá 150.000 kr ferðastyrk og greiðslu á þátttökugjaldi. Þátttakendur bóka sjálfir flug og gistinguna.
Drög að dagskrá fyrir þátttakendur:
Þátttaka í CINARS er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja kanna Norður-Ameríku sem hugsanlegan markað fyrir verk sín.
Umsókn skal skilað á ensku í gegnum umsóknareyðublaðið hér að neðan. Við biðjum um fullunna texta þar sem þeir gætu verið notaðir í dagskrá hátíðarinnar, á vefsíðum og samfélagsmiðlum.
Umsóknarfrestur er til 11. júní 2024, kl. 16:00
Nánari upplýsingar veitir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands - fridrik@performingarts.is
Umsóknarform
https://forms.gle/maaNLWY924F5XYn49
Ljósmynd: Hringleikur - Allra veðra von