Til þess að geta sótt um þennan styrk þarf umsækjandi að vera höfundur, leikstjóri eða framleiðandi leikverksins á Íslandi.
Opið er fyrir umsóknir. Umsóknarfrestur er til 19. mars kl. 16:00
➥ SÆKJA UM
Markmið þýðingastyrkja er að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn eftir íslenskum leikritum og sviðslistaverkum erlendis.
Þýðingastyrkur er veittur til að styðja við þýðingar á frumsömdum íslenskum leikverkum á önnur tungumál. Leikverkið þarf að hafa verið frumsýnt á Íslandi áður en sótt er um þýðingu.
Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir textun (subtitle) á íslensku sviðsverki til flutnings utan Íslands.
Athugið að Sviðslistamiðstöð fullfjármagnar ekki þýðingar.
Skilyrði fyrir styrkveitingu:
• Þýðingin skal vera unnin beint úr íslensku.
• Vilyrði fyrir sýningu erlendis getur stutt umsókn, en er ekki krafa.
• Umsækjendur skulu leggja fram greinargerð um fyrirhugaða kynningu, dreifingu og nýtingu þýðingarinnar.
• Æskilegt er að þýðandi hafi tungumálið sem þýtt er á að móðurmáli.
Fagráð Sviðslistamiðstöðvar metur umsóknir og leggur fram tillögur um úthlutanir. Ráðið starfar í samræmi við stefnu og markmið Sviðslistamiðstöðvar. Fagráðið er skipað fulltrúum frá SAFAS - Samráðsvettvangi fagfélaga í sviðslistum. Umsóknir eru metnar eftir því hvernig þær falla að markmiðum þýðingastyrkja um að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka utan Íslands.
Aðalfulltrúar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Andri Björn Róbertsson
Rebekka Ingimundardóttir
Varafulltrúar:
Friðþjófur Þorsteinsson
Tinna Grétarsdóttir
Þóra Einarsdóttir
Til þess að umsóknin sé tekin til greina þurfa eftirtalin gögn og upplýsingar að fylgja.
• Greinargerð um fyrirhugaða kynningu, dreifingu og nýtingu þýðingarinnar.
• Handrit leikverks á íslensku.
• Staðfesting höfundar á leyfi til þýðingar og samþykki höfundar á þýðanda verksins.
• Ferilskrá þýðanda.
• Undirritaður samningur við þýðanda verksins.
Svör við umsóknum um þýðingastyrki berast með tölvupósti í síðasta lagi 4 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
70% styrks er veittur við upphaf verks og 30% þegar eintaki af fullþýddu handriti hefur verið skilað til Sviðslistamiðstöðvar.
Þýðingu skal lokið innan við 6 mánuðum frá styrkveitingu.
Sviðslistamiðstöð skuldbindur sig til að fara með öll gögn tengd umsóknum sem fyllsta trúnaðarmál.
Skila þarf fullkláraðri þýðingu til Sviðslistamiðstöðvar til staðfestingar á verklokum.
Þegar leikverkið er tekið til sýninga erlendis þarf að berast tilkynning til Sviðslistamiðstöðvar.
Við bendum á að ekki er hægt að senda inn nýjar umsóknir fyrr en þýðingu hefur verið skilað.