Til þess að geta sótt um þennan styrk þarftu að vera leikstjóri, framleiðandi leikverksins á Íslandi eða fulltrúi leikhúss/hátíðar sem mun sjá um flutning þýdda leikritsins.
SÆKJA UM HÉR - UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 4. NÓVEMBER KL. 16.00
Markmið þýðingastyrkja er að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn eftir íslenskum leikritum og sviðslistaverkum erlendis.
Þýðingastyrkur er veittur til að styðja við þýðingar á frumsömdum íslenskum leikverkum á önnur tungumál. Leikverkið þarf að hafa verið frumsýnt á Íslandi áður en sótt er um þýðingu.
Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir textun (subtitle) á íslensku sviðsverki til flutnings utan Íslands.
Athugið að Sviðslistamiðstöð fullfjármagnar ekki þýðingar.
Skilyrði fyrir styrkveitingunni er að þýðingin sé unnin beint úr íslensku og að vilyrði sé fyrir sýningu verksins erlendis. Æskilegt er að þýðandi hafi tungumálið sem þýtt er á að móðurmáli.
Stuðningur við aðlögunar- eða framleiðslukostnað fellur ekki undir þennan styrk.
Þýðingastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands eru veittir tvisvar á ári. Hægt er að sækja um í febrúar og september.
Fagráð sviðslistamiðstöðvar er skipað fulltrúum frá SAFAS - Samráðsvettvangi fagfélaga í sviðslistum. Umsóknir eru metnar eftir því hvernig þær falla að markmiðum þýðingastyrkja um að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka utan Íslands.
Aðalfulltrúar:
Aðalbjörg Árnadóttir
Andri Björn Róbertsson
Rebekka Ingimundardóttir
Varafulltrúar:
Friðþjófur Þorsteinsson
Tinna Grétarsdóttir
Þóra Einarsdóttir
Til þess að umsóknin sé tekin til greina þurfa eftirtalin gögn og upplýsingar að fylgja.
Með umsókn skal fylgja viljayfirlýsing frá sýningarstað eða framleiðanda utan Íslands um flutning leikverks.
Handrit leikverks á íslensku.
Staðfesting höfundar á leyfi til þýðingar og samþykki höfundar á þýðanda verksins.
Ferilskrá þýðanda.
Undirritaður samningur við þýðanda verksins.
Svör við umsóknum um þýðingastyrki berast með tölvupósti í síðasta lagi 4 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
70% styrks er veittur við upphaf verks og 30% þegar eintaki af fullþýddu handriti hefur verið skilað til Sviðslistamiðstöðvar.
Þýðingu skal lokið innan við 6 mánuðum frá styrkveitingu.
Sviðslistamiðstöð skuldbindur sig til að fara með öll gögn tengd umsóknum sem fyllsta trúnaðarmál.
Skila þarf fullkláraðri þýðingu til Sviðslistamiðstöðvar til staðfestingar á verklokum.
Þegar leikverkið er tekið til sýninga erlendis þarf að berast tilkynning til Sviðslistamiðstöðvar.
Við bendum á að ekki er hægt að senda inn nýjar umsóknir fyrr en þýðingu hefur verið skilað.