Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
6.24.24

Sviðslistamiðstöð Íslands kynnir þátttakendur á CINARS 2024

Sviðslistamiðstöð Íslands hefur valið þrjá hópa til þátttöku á CINARS, sem fer fram í Montréal, Kanada, 11.-16. nóvember 2024. Hóparnir Marble Crowd, Trigger Warning og Handbendi munu kynna verkefni sín á þessum mikilvæga alþjóðlega sviðslistamarkaði.

Á CINARS munu fulltrúar þessara hópa taka þátt í Nordic Pulse, sameiginlegum kynningarviðburði Norðurlandanna. Sviðslistamiðstöðin verður einnig með kynningarbás undir nafninu Nordics Combined, í samstarfi við Danse- og teatersentrum í Noregi, Slots- og kulturstyrelsen í Danmörku, Kulturrådet og Konstnärsnämnden í Svíþjóð, og Cirkus & Dance Info Finland.

Marble Crowd - ØLAND

Marble Crowd er hópur listafólks frá Reykjavík sem leggur áherslu á stórar sviðsetningar og nýstárlegar sýningar. Verkefnið ØLAND fjallar um hóp skipsbrotsfólks sem reyna að endurskapa samfélag úr rústum fortíðar. Marble Crowd hefur hlotið viðurkenningu frá TANZ Magazine og unnið til verðlauna á Grímunni.

Trigger Warning - Stroke

Trigger Warning er leikhópur sem vinnur með heimildarleikhús og einstaklingssögur. Verkefnið Stroke er einleikur byggður á reynslu Virginiu Gillard af heilablóðfalli og hennar glímu við afleiðingar þess. Verkefnið blandar saman myndböndum, hljóðupptökum og trúðleik til að skapa einstaka sýningu sem hefur fengið frábærar viðtökur hér á landi. Stroke hlaut þrjár tilnefningar til Grímuverðlauna 2024, þ.m.t. fyrir sýningu ársins, hvatningarverðlaun og leikkona ársins í aðalhlutverki.

Handbendi - Meadow og Follow the Wind Home

Handbendi Brúðuleikhús sérhæfir sig í brúðuleikhúsi fyrir unga áhorfendur. Verkefnið Meadow fjallar um minningar og umbreytingar náttúrunnar, en Follow the Wind Home um vináttu og sjálfsleit. Handbendi hefur áður hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Eyrarrósina.

Við óskum þessum verkefnum innilega til hamingju og hlökkum til að sjá þau kynna sviðslistir frá Íslandi á alþjóðavettvangi.