Sviðslistamiðstöð veitir styrki til þýðinga á íslenskum leikverkum yfir á erlend tungumál. Markmið þýðingarstyrkja er að vekja áhuga,auka sýnileika og eftirspurn íslenskra leikrita utan Íslands. Í apríl veitti fagráð miðstöðvarinnar þýðingarstyrki til tveggja leikrita, Lúnu eftir Tyrfing Tyrfingsson í enskri þýðingu Brian FitzGibbon og „... og hvað með það“ eftir Rúnar Guðbrandsson, Árna Pétur Guðjónsson og Sigurð Edgar Andersen í enskri þýðingu Terry Gunnel og Rúnars Guðbrandsson. Hvor þýðingin fær 250 þúsund króna styrk.
Lúna eftir Tyrfing Tyrfingsson var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í janúar. „Það er aðfangadagskvöld jóla og hjónaleysin Lúna og Ingi sitja heima og vilja helst vera einhvers staðar allt annars staðar. Þegar barið er að dyrum er þar hvorki kominn andi jólanna néj ólasveinninn heldur Heiðar snyrtir. “
...og hvað með það?“ er samsköpunarverk eftir Rúnar Guðbrandsson, Árni Pétur Guðjónsson og Sigurður Edgar Andersen. Þetta djarfa og ögrandi verk býður upp á ríka samsuðu af búrlesk, kabarett og dansi, sem allt saman tengist hinseginleikanum og mannlegum samböndum.
Þetta er í þriðja sinn sem Sviðslistamiðstöð Íslands veitir þýðingarstyrki, en áður höfum við styrkt sex nýjar þýðingar á ólík tungumál. Þessir styrkir eru ekki aðeins fjárhagslegur stuðningur heldur einnig liður í stefnu okkar um að auka sýnileika íslenskra leikskálda á heimsvísu.