Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands lauk úthlutun þýðingarstyrkja 18. apríl 2023 sem auglýstir voru til umsóknar 8. mars. Alls bárust frá 4 umsóknir um þýðingarstyrki. Til úthlutunar þessu sinni voru 750 þúsund krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra leikrita utan Íslands. Í fagráði fyrir þessa umsóknarlotu voru Ólafur Kjartan Sigurðarson, Ólöf Ingólfsdóttir og Rebekka Ingimundardóttir. Friðrik Friðriksson stýrði fundi fagráðs fyrir hönd Sviðslistamiðstöðvar.
Úthlutun þýðingarstyrkja Sviðslistamiðstöðvar 18. apríl.
Nokkur augnablik um nótt eftir Adolf Smára Unnarsson til þýðingar á tékknesku. Þýðandi Martina Kasparóva. Styrkupphæð 250.000 kr.
Síðustu dagar Sæunnar eftir Matthías Tryggva Haraldsson til þýðingar á dönsku. Þýðandi Kim Lembek. Styrkupphæð 250.000 kr.
Góðan daginn, faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur til þýðingar á ensku. Þýðandi Vilhjálmur B. Bragason. Styrkupphæð 250.000 kr.