Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
3.27.25

Ávarp á Alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025 - Theodoros Terzopoulos

Ávarp á alþjóðlega leiklistardeginum 27. mars 2025

eftir Theodoros Terzopoulos, leikstjóra, Grikklandi.

Getur leikhúsið greint neyðarkall samtíma okkar, örvæntingarhróp fátækra borgara, sem eru læstir inni í frumum sýndarveruleikans, sem skotið hafa rótum í kæfandi einkalífi þeirra? Í heimi tölvustýrðrar tilvistar í alræðiskerfi stjórnunar og kúgunar á öllum sviðum lífsins?

Hefur leikhúsið áhyggjur af vistfræðilegri tortímingu, hlýnun jarðar, gríðarlegum afföllum í fjölbreytileika lífríkisins, mengun sjávar, bráðnandi heimskautaís, auknum skógareldum og öfgakenndu veðri? Getur leikhúsið orðið virkur hluti vistkerfi? Leikhúsið hefur fylgst með afleiðingum mannlegra athafna á móður jörð í langan tíma, en það á erfitt með að bregðast við þeim.

Hefur leikhúsið áhyggjur af andlegu ástandi mannkyns eins og það er að þróast á 21. öldinni, þar sem fólki er stjórnað af pólitískum og efnahagslegum hagsmunum, netmiðlum og skoðanamyndandi netfyrirtækjum? Þar sem samfélagsmiðlar, eins mikið og þeir auðvelda lífið, mynda örugga fjarlægð í samskiptum við aðra? Hugsanir okkar og athafnir eru mengaðar víðtækum ótta við aðra sem eru öðruvísi eða framandi.

Getur leikhúsið þjónað sem rannsóknarstofa samlífis fjölbreytileikans, án þess að meðtaka blæðandi áfallastreitu?

Áfallastreitan skorar á okkur að endurgera goðsögnina sem Heiner Müller orðaði: „Goðsögnin er aflgjafi, vél sem unnt er að tengja aðrar margvíslegar vélar við. Hún gefur orku þar til vaxandi orkumagnið sprengir menningarsviðið.“ Ég myndi bæta  við velli villimennskunnar.

Geta kastljós leikhússins lýst upp félagsleg áföll í stað þess að varpa misvísandi ljósi á sjálft sig?

Spurningar án fullnaðarsvara, því leikhús er til og mun lifa áfram, þökk sé spurningum sem enn er ósvarað.

Spurningar sem Díónýsos varpaði fram þegar hann fór um fæðingarstað sinn, leiksvið hins forna leikhúss, og hélt áfram þöglum flótta sínum um stríðshrjáð landsvæði, á leiklistardeginum þetta árið.

Horfum í augu Dýonísusar, afkvæmis Seifs og Semelu, sem fæddist tvisvar, horfum í augun á þessum guði leiklistar og goðsagna sem sameinar fortíð, nútíð og framtíð, holdgervings reikandi sjálfsmyndar, konu og karls, reiði og gæsku, guðs og dýrs sem er á mörkum vitfirringar og skynsemi, reglu og glundroða, línudansari á mörkum lífs og dauða.

Díónýsos varpar fram grundvallarspurningu tilvistarinnar: „Um hvað snýst þetta allt saman?“ Spurning sem manar skapandi fólk til dýpri rannsóknar á rótum goðsagna og margs kyns víddum lífsgátunnar.

Okkur sárvantar nýtt frásagnarform, sem miðar að því að rækta minnið og móta nýja siðferðilega og pólitíska ábyrgð, til að komast frá margslungnu einræði „myrkra miðalda“ samtímans.

Theodoros Terzopoulos er leikhússtjóri, kennari, rithöfundur, stofnandi og listrænn stjórnandi Attis-leikhússins í Aþenu. Formaður alþjóðanefndar leikhúsólympíuleikanna (Theatre Olympics) sem hann stofnaði árið 1994.

Hann fæddist í Norður-Grikklandi árið 1947 og lærði leiklist í Aþenu. Frá 1972 til 1976 var hann meistaranemi og aðstoðarmaður við Berliner Ensemble. Eftir að hann sneri aftur til Grikklands starfaði hann sem forstöðumaður leiklistarskólans í Þessalóníku. Árið 1985 stofnaði hann leikhópinn Attis sem hann hefur stjórnað síðan. Hann var listrænn stjórnandi alþjóðlegra þinga um forna leiklist í Delphi 1985 til 1988. Hann stofnaði ásamt fleirum Alþjóðastofnun Miðjarðarhafsleikhúsa (International Institute for Mediterranean Theatre) og hefur verið formaður grísku nefndar hennar síðan 1991, auk þess að vera forseti alþjóðanefndar leikhúsólympíuleikanna síðan árið 1993. Hann var einn listrænna stjórnenda hátíða leikhúsólympíuleikanna í Delphi, Shizuoka, Moskvu, Istanbúl, Seúl og Peking. Frá því seint á áttunda áratugnum hefur hann þróað sínar eigin leikhúsaðferðir. Vinnustofur tengdar vinnuaðferðum Terzopoulosar fara fram um allan heim. Sem leikstjóri hefur hann sviðsett forngrísk leikrit, óperur og verk eftir mikilvæga evrópska samtímahöfunda, meðal annars í leikhúsum í Rússlandi, Bandaríkjunum, Kína, Ítalíu, Taívan og Þýskalandi. Hann hefur hlotið ótal alþjóðleg verðlaun og viðurkenningar. Theodoros Terzopoulos býr í Aþenu.

Hafliði Arngrímsson þýddi

-