Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands hefur lokið úthlutun ferðastyrkja 19. júní 2022. Umsóknir bárust frá 11 hópum sem sóttu um ferðastyrki fyrir 36 einstaklinga, samtals að upphæð 2.750.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 2.225.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands. Þeir aðilar sem ekki hlutu ferðastyrk í þessari lotu og hyggja á sýningarferðir hvattir til að sækja aftur um í janúar.
Ferðastyrkir SLM í október 2022:
Unglingurinn í Reykjavík - Teenage Songbook, sýning í Genf: 450.000
Menningarfélagið Tær - ALDA, sýning í Þrándheimi: 300.000
Huldufugl - Parallel People, sýning á Raindance Film Festival: 225.000
Brynja Björnsdóttir - þátttaka í Prag Quadrennial: 300.000
Sigríður Soffía Níelsdóttir - Eldblóm á FKA-DK: 75.000
Aude Busson - Manndýr, sýning í Þrándheimi: 225.000
Sambandið óperukompaní - Traversing the Void, sýningar í Ástralíu: 200.000
Dansgarðurinn, Forward - Les Sisyphe, sýning í Toulouse: 450.000