Fagráð Sviðslistamiðstöðvar Íslands lauk úthlutun ferðastyrkja 27. júní 2023 sem auglýstir voru til umsóknar 26. maí. Alls bárust frá 15 umsóknir um ferðastyrki fyrir 47 einstaklinga, samtals að upphæð 3.550.000 krónur. Til úthlutunar þessu sinni voru 1.425.000 krónur. Við val verkefna voru þau markmið höfð að leiðarljósi að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn íslenskra sviðslistaverka utan Íslands.
Í fagráði fyrir þessa umsóknarlotu voru Þóra Einarsdóttir, Friðþjófur Þorsteinsson og Rebekka A. Ingimundardóttir. Friðrik Friðriksson stýrði fundum fagráðs fyrir hönd Sviðslistamiðstöðvar.
Úthlutun ferðastyrkja Sviðslistamiðstöðvar 27. júní 2023: