Sviðslistamiðstöð Íslands bauð sviðslistafólki í samtal um sýningaferðir þann 14. desember 2022 í Tjarnarbíói. Hver eru fyrstu skrefin sem þarf að stíga í alþjóðlegu sýningarhaldi og samstarfi? Hvernig urðu tækifærin til? Hvernig höldum við áfram?Sérstakir gestir kvöldsins voru sviðslistafólk sem á það sameiginlegt að búa að mikilli reynslu af því að starfa á alþjóðavettvangi: Gísli Örn Garðarsson leikstjóri og stofnandi Vesturports, Helga Arnalds listrænn stjórnandi Tíu Fingra, Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og Tinna Grétarsdóttir danshöfundur. Þau miðluðu af ólíkri reynslu sinni af því að sýna erlendis og svöruðu spurningum frá gestum viðburðarins.