Langar þig að þróa öflugri verkefni sem eru allt frá upphafi hugsuð í alþjóðlegu sem og innlendu samhengi, og með hliðsjón af sjálfbærni? Nú gefst færi á að taka frumkvæðið, vinna að frábærum hugmyndum og þróa þær frekar áður en kemur að umsóknarfresti um verkefnastyrki Sviðslistasjóðs í lok september. Í vinnustofunni verður áherslan á verkefni þitt – má vera nýtt verkefni eða eldra verkefni sem þarfnast frekari þróunar (þetta er gott tækifæri fyrir samstarfsfólk til að þróa hugmyndir sínar saman). Vinnustofan er skipulögð og haldin af Sviðslistamiðstöð Íslands. Námskeiðið fer fram á ensku.
Að valdefla og gefa sjálfstætt starfandi sviðslistafólki á Íslandi þau verkfæri og það hugarfar sem þarf til að hugsa stærra og setja eigin hugmyndir bæði í innlent og alþjóðlegt samhengi allt frá fyrstu stigum verkefnis.
• Að skilgreina gildi og hið skapandi DNA
• Að láta reyna á það hversu efnilegar hugmyndir/konsept/stefnur raunverulega eru – hvað getur ljáð viðkomandi verkefni meiri slagkraft? Ætti það að vera stærra í sniðum, ná til fleira fólks eða fleiri samstarfsaðila, hafa meiri hugmyndafræðilega dýpt eða ...?
• Þróun verkefna með tilliti til sýninga á alþjóðavettvangi og innanlands
• Skipulag + nálgun + verkáætlun
Námskeiðið hefst með vinnustofu kl. 10:00-17:00 dagana 25. og 26. mars, þ.m.t. klukkutíma hádegishlé. Vinnustofan fer fram á Dansverkstæðinu. Í kjölfar vinnustofunnar fylgir áframhaldandi verkefnaþróun sem og stuðningur og virkt samtal á tímabilinu 27. mars til 21. maí og 31. júlí til 1. október. Þriðja hvern sunnudag færðu tölvupóst með innblæstri og stuttu verkefni sem hjálpar þér að útvíkka verkið þitt. Þriðju hverja viku fer fram 90 mínútna samtal á Zoom – þar sem fá má endurgjöf, innblástur, stuðning og spyrja spurninga. Of margar frábærar hugmyndir glatast vegna sjálfsefasemda og frestunaráráttu. Hér gefst færi á að helga sig betur eigin vinnu og auka gæði hennar, sem gerir gildi hennar mjög skýrt í þínum augum sem og annarra.
7.500 kr. (hádegisverður innifalinn)
Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Þeir sem greiða námskeiðsgjald tryggja sér aðgang að námskeiðinu.
Vinnusmiðjan fer fram undir stjórn höfundarins, frumkvöðulsins og stjórnandans Karenar Toftegaard. Karen vinnur sem stendur undir formerkjum eigin fyrirtækis, WILDTOPIA by Karen Toftegaard ApS, sem og hjá sviðslistahátíðinni CPH STAGE þar sem hún er yfir alþjóðlegri dagskrárstjórn og framleiðslu. Hún hefur þróað og hleypt af stokkunum nokkrum verðlaunaverkefnum á borð við AirPlay Street Gallery fyrir stafræna list og sviðslistir (í samstarfi við fjórar aðrar konur) og nú síðast #DANISH showcase á Fringe-hátíðinni í Edinborg 2022 sem hlaut þar verðlaun fyrir „national presence“. Árið 2017 tók hún til við að þróa alþjóðadaga CPH STAGE sem eru nú orðnir að mikilvægum vettvangi fyrir verk frá Danmörku, Grænlandi og Færeyjum og eru samtímis alþjóðlegur fundarstaður innan þessarar dönsku hátíðar. Tilgangurinn er að tengja fólk við hvert annað og við listina. Markmiðið er að skapa norræna útgáfu af CINARS. Karen vinnur að bókinni „Synlighedens Psykologi – er du klar til at være en sommerfugl?“ Í bókinni er farið yfir aðferðir til að miðla eigin verkum af heilindum og yfirvegun sem og að öðlast meðvitund um það sem skekur okkur þegar við stígum fram á sýnilegan vettvang og hvernig komast má yfir það. Bókin er tengd vinsælu þriggja vikna námskeiði hennar, SHINE YOUR WORK.