Þátttaka í GLEN netverkinu - þátttökustyrkur
GLEN (Great Little European Network) er nýtt netverk sem tengir smæstu þjóðir Evrópu í sameiginlegu tengslaneti og þjálfunarprógrammi. Tilgangur netverksins er að leggja sitt af mörkum til að þróa betri starfshætti og bæta sjálfbærni sviðslista í viðkomandi löndum, tengja þau saman og auka sess þeirra á alþjóðavettvangi. Netverkið miðar að því að vera innspýting fyrir þá sem hafa metnað til að þróa hæfni sína á alþjóðavettvangi.
GLEN var stofnað árið 2023 að frumkvæði 8 stofnana sem vinna að því að styðja uppbyggingu og alþjóðavæðingu sviðslista í sínu heimalandi:
Á fyrsta starfsári sínu, frá september 2023 til júní 2024, mun GLEN stofna til þriggja verkefna:
Fyrir hvern
Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk á Íslandi
Umsóknargögn
Umsækjandi leggur til eftirtaldar upplýsingar og gögn. Umsókn skal skilað á ensku á rafrænu umsóknarformi. Hlekkur neðst á síðunni.
Mat á umsóknum
Fulltrúar samstarfsaðila GLEN fara yfir umsóknir og velja þátttakanda frá Íslandi. Ákvörðunin er endanleg.
Umsóknum skal skilað fyrir 16. júní 2023 á miðnætti að íslenskum tíma.
Skilyrði
Styrkupphæð
Valinn þátttakandi mun fá eingreiðslu upp á 500 € til að standa straum af útgjöldum innan ramma hinnar “mikilvægu vináttu” (critical friendship)
Ferða-, gisti- og dagpeningakostnaður vegna tengslanetsviðburða verður greiddur af netverki GLEN.
Skyldur þátttakanda
Verkefnisstjórn er í höndum Kanuti Gildi SAAL. GLEN hlaut netverksstyrk frá Nordisk Kulturkontakt til að koma netverkinu á fót.