Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
6.2.23

GLEN netverk - þátttökustyrkur

Þátttaka í GLEN netverkinu - þátttökustyrkur

GLEN (Great Little European Network) er nýtt netverk sem tengir smæstu þjóðir Evrópu í sameiginlegu tengslaneti og þjálfunarprógrammi.  Tilgangur netverksins er að leggja sitt af mörkum til að þróa betri starfshætti og bæta sjálfbærni sviðslista í viðkomandi löndum, tengja þau saman og auka sess þeirra á alþjóðavettvangi. Netverkið miðar að því að vera innspýting fyrir þá sem hafa metnað til að þróa hæfni sína á alþjóðavettvangi.

GLEN var stofnað árið 2023 að frumkvæði 8 stofnana sem vinna að því að styðja uppbyggingu og alþjóðavæðingu sviðslista í sínu heimalandi:

Á fyrsta starfsári sínu, frá september 2023 til júní 2024, mun GLEN stofna til þriggja verkefna:

  • Tengslanetsviðburðir í Riga í Lettlandi 1. - 4. nóvember 2023 og í Tartu í Eistlandi í maí 2024
  • Jafningjaráðgjöf (Critical friendship): þátttakandi er paraður saman við þátttakandi frá samstarfslandi með það að markmiði að efla gagnkvæman stuðning og skilning á aðstæðum hvers annars
  • Röð vefnámskeiða: sem fjalla um áskoranir smærri landi sem snúa að framleiðslu og kynningu sviðslista og ráðgjöf um hvernig megi þróa verkefni á alþjóðlegum vettvangi.

Fyrir hvern

Sjálfstætt starfandi sviðslistafólk á Íslandi

Umsóknargögn

Umsækjandi leggur til eftirtaldar upplýsingar og gögn.  Umsókn skal skilað á ensku á rafrænu umsóknarformi. Hlekkur neðst á síðunni.

  • Nafn og íslensk kennitala
  • Listræn ferilskrá
  • Bréf þar sem umsækjandi lýsir áhuga sínum á því að verða hluti af netverkinu og hvernig jafningjaráðgjöf (critical friendship) gæti hjálpað viðkomandi við listsköpun sína.
  • Stutt lýsing á núverandi verkefnum umsækjanda.

Mat á umsóknum

Fulltrúar samstarfsaðila GLEN fara yfir umsóknir og velja þátttakanda frá Íslandi. Ákvörðunin er endanleg.

Umsóknum skal skilað fyrir 16. júní 2023 á miðnætti að íslenskum tíma.

Skilyrði

  • Að vera á byrjunar- eða miðstigi ferils síns og vera að stíga fyrstu skrefin á alþjóðavettvangi
  • Áhugi á að taka þátt í tengslanetinu
  • Áhugi á að vinna með jafningjum frá löndum GLEN

Styrkupphæð

Valinn þátttakandi mun fá eingreiðslu upp á 500 € til að standa straum af útgjöldum innan ramma hinnar “mikilvægu vináttu” (critical friendship)

Ferða-, gisti- og dagpeningakostnaður vegna tengslanetsviðburða verður greiddur af netverki GLEN.

Skyldur þátttakanda

  • Þátttaka í tengslaviðburðunum tveimur
  • Að viðhalda samtali við þann listamenn sem verður paraður við þátttakanda
  • Að sækja vefnámskeið GLEN eins mikið og mögulegt er
  • Skila skýrslu við lok verkefnisins
  • Láta nöfn og lógó GLEN-fjármögnunaraðila fylgja með á öllu verkefnatengdu samskiptaefni

Verkefnisstjórn er í höndum Kanuti Gildi SAAL.  GLEN hlaut netverksstyrk frá Nordisk Kulturkontakt til að koma netverkinu á fót.

SMELLIÐ HÉR FYRIR UMSÓKNARFORMIÐ