Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
1.6.25

Ferðastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands – Opnað fyrir umsóknir!

Ferðastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands – Opnað fyrir umsóknir!

Sviðslistamiðstöð Íslands minnir sviðslistafólk á að nú er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki fyrir sýningaferðir bæði innanlands og erlendis. Þetta er frábært tækifæri fyrir sviðslistahópa og einstaklinga til að kynna verk sín víðar og ná til nýrra áhorfenda.

Ný viðbót: Styrkir fyrir innanlandsferðir

Í ár kynnum við innanlands ferðastyrki, sem veita sviðslistafólki stuðning til að ferðast með fullbúnar sýningar um allt land. Þetta er liður í að auka aðgengi að sviðslistum, hvort sem er á landsbyggðinni, höfuðborgarsvæðinu eða milli landshluta.

Styrkupphæðir

Innanlands: 50.000 kr. á hvern þátttakanda, allt að 300.000 kr. fyrir hvert verkefni.

Erlendis: 75.000 kr. fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 kr. fyrir ferðir utan Evrópu, allt að 600.000 kr. fyrir hvert verkefni.

Umsóknarfrestur

Þriðjudagur 4. febrúar 2025 kl. 16:00

Hverjir geta sótt um?

Sviðslistafólk og hópar í öllum greinum sviðslista sem hyggjast kynna verk sín víðar.

Hvernig sæki ég um?

Frekari upplýsingar um skilyrði og umsóknarferlið má finna á ferðastyrkjasíðu Sviðslistamiðstöðvar Íslands:

Skoða ferðastyrkjasíðuna hér