Ferðastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands – Opnað fyrir umsóknir!
Sviðslistamiðstöð Íslands minnir sviðslistafólk á að nú er opið fyrir umsóknir um ferðastyrki fyrir sýningaferðir bæði innanlands og erlendis. Þetta er frábært tækifæri fyrir sviðslistahópa og einstaklinga til að kynna verk sín víðar og ná til nýrra áhorfenda.
Ný viðbót: Styrkir fyrir innanlandsferðir
Í ár kynnum við innanlands ferðastyrki, sem veita sviðslistafólki stuðning til að ferðast með fullbúnar sýningar um allt land. Þetta er liður í að auka aðgengi að sviðslistum, hvort sem er á landsbyggðinni, höfuðborgarsvæðinu eða milli landshluta.
Styrkupphæðir
• Innanlands: 50.000 kr. á hvern þátttakanda, allt að 300.000 kr. fyrir hvert verkefni.
• Erlendis: 75.000 kr. fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 kr. fyrir ferðir utan Evrópu, allt að 600.000 kr. fyrir hvert verkefni.
Umsóknarfrestur
Þriðjudagur 4. febrúar 2025 kl. 16:00
Hverjir geta sótt um?
Sviðslistafólk og hópar í öllum greinum sviðslista sem hyggjast kynna verk sín víðar.
Hvernig sæki ég um?
Frekari upplýsingar um skilyrði og umsóknarferlið má finna á ferðastyrkjasíðu Sviðslistamiðstöðvar Íslands: