8.11.22

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum

Ásmundarsalur óskar eftir tillögum að sýningum, viðburðum eða uppákomum sem fanga fjölbreytileika listarinnar fyrir næsta sýningarár og eru tillögur frá sviðslistafólki velkomnar.

Einnig óskum við eftir umsóknum fyrir opna vinnustofu listamanns í Gunnfríðargryfju.

Umsóknarfrestur er til og með sunnudeginum 4. september. Umsóknum er skilað inn með því að fylla út eyðublað sem finna má á heimasíðunni www.asmundarsalur.is