Við ætlum að fagna þessum tímamótum í íslenskum sviðslistum í dag, þriðjudaginn 14. júní kl. 16.30 í Tjarnarbíói.
Sviðslistamiðstöð Íslands er ætlað að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka innan lands sem utan.
Við hefjum leika með fordrykk í anddyri Tjarnarbíós en svo tekur við dagskrá í sal kl. 17.00 með undirritun samnings við Menningar- og viðskiptaráðuneyti. Síðan kynnir framkvæmdastjóri hlutverk- og starfsemi miðstöðvarinnar. Að lokum verður tilkynnt um fyrstu úthlutun Ferðastyrkja miðstöðvarinnar.
Að lokinni dagskrá bjóðum við upp á léttar veitingar, skálum fyrir sumrinu.
Við hlökkum til að fagna með þér!