Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
12.6.24

Öflugt ráðuneyti menningar og skapandi greina

Breiðfylking samtaka, fyrirtækja og einstaklinga úr skapandi greinum, menningu og listum hvetur forystufólk stjórnmálaflokka sem nú hugar að myndun nýrrar ríkisstjórnar til að standa vörð um ráðuneyti menningarmála og festa það í sessi.

Eftir áratuga ákall var ráðuneyti menningar sett á laggirnar árið 2022 og þar hefur grettistaki verið lyft með skilvirkri stjórnsýslu, skýrri forgangsröðun og stefnumótun í þágu lista, menningar og skapandi greina. Byggja þarf á þeim góða grunni sem varð til í öflugu samtali og samráði við listgreinarnar.

Ísland þarf öflugt menningarráðuneyti til að:

  • nýta vaxtartækifæri sem felast í verðmætasköpun menningar og skapandi greina
  • tryggja að greinarnar nái að blómstra hver á sínum forsendum
  • auðga íslenska nýsköpun á tímum örrar tækniþróunar og atvinnuháttabyltinga
  • stórefla samvinnu um málefni íslenskrar tungu
  • styrkja samkeppnishæfni og standa vörð um stöðu greinanna á alþjóðavettvangi

Tryggjum áfram öflugt, sjálfstætt menningarráðuneyti. Varðveitum þann árangur sem náðst hefur við að efla menningu og skapandi greinar, sem eru nú orðnar einn stærsti atvinnuvegurinn og sá sem er í hvað örustum vexti. (Stutta samantekt um efnahagsleg áhrif skapandi greina má t.d. finna í þessu myndbandi.)

Kjarni samfélagsins býr í menningunni – í fortíð, samtíð og framtíð.

Undir þessa yfirlýsingu skrifa Bandalag íslenskra listamanna, Samtök skapandi greina, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Miðstöð íslenskra bókmennta, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Myndlistarmiðstöð, Rannsóknarsetur skapandi greina, Félag íslenskra safna og safnmanna, Íslandsdeild ICOM.

Aðrar fréttir
Allar fréttir
No items found.