Eftir áratuga ákall var ráðuneyti menningar sett á laggirnar árið 2022 og þar hefur grettistaki verið lyft með skilvirkri stjórnsýslu, skýrri forgangsröðun og stefnumótun í þágu lista, menningar og skapandi greina. Byggja þarf á þeim góða grunni sem varð til í öflugu samtali og samráði við listgreinarnar.
Ísland þarf öflugt menningarráðuneyti til að:
Tryggjum áfram öflugt, sjálfstætt menningarráðuneyti. Varðveitum þann árangur sem náðst hefur við að efla menningu og skapandi greinar, sem eru nú orðnar einn stærsti atvinnuvegurinn og sá sem er í hvað örustum vexti. (Stutta samantekt um efnahagsleg áhrif skapandi greina má t.d. finna í þessu myndbandi.)
Kjarni samfélagsins býr í menningunni – í fortíð, samtíð og framtíð.
Undir þessa yfirlýsingu skrifa Bandalag íslenskra listamanna, Samtök skapandi greina, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Miðstöð íslenskra bókmennta, Sviðslistamiðstöð, Tónlistarmiðstöð, Kvikmyndamiðstöð, Myndlistarmiðstöð, Rannsóknarsetur skapandi greina, Félag íslenskra safna og safnmanna, Íslandsdeild ICOM.